UM EINAR MAGNÚS

 

LJÓSMYNDARINN - EINAR MAGNÚS MAGNÚSSON  

 

emm.TEST.jpg

Einar Magnús hefur mestan hluta ævinnar starfað við kvikmyndagerð. Hann hefur unnið að og framleitt fjölda sjónvarps auglýsinga, dagskráefnis og heimildarmynda fyrir sjónvarp auk þess sem hann hefur annast neðansjávarkvikmyndatökur fyrir heimildarmyndir og bíómyndir. Má í því sambandi nefna kvikmyndirnar Djúpið, framleidd af Blueeyes Productions og Contraband framleidd af Universal Pictures.

Ljósmyndavélin, ásamt tilheyrandi fylgihlutum, hefur ávalt fylgt Einari Magnúsi, bæði í starfi og leik, en á undanförnum árum hefur hann þó lagt sérstaka áherslu á landslagsljósmyndun. Um Ísland ferðast hann yfirleitt um á mótorhjóli og náttstaðurinn getur verið nánast hvar sem er - yfirleitt undir berum himni. Hann hefur unnið að ljósmyndaverkefnum fyrir fyrirtæki, tímarit, dagblöð og auglýsingastofur en auk þess tekur hann að sér að skipuleggja og útbúa tillögur að veggskreytingum ljósmynda í húsnæði heimila, fyrirtækja og stofnana.

Eins og sjá má hér á heimasíðunni eru viðfangsefnin margvísleg og einnig frá ýmsum fjarlægum stöðum. Í því sambandi er rétt að benda á öfluga leitarvél en myndirnar eru mjög vel skráðar með leitarorðum, bæði á íslensku og ensku.  

TÆKJABÚNAÐUR:

MYNDAVÉLAR:


LINSUR:


ANNAR BÚNAÐUR:

Einar Magnús Magnússon Photographer - einar.magnus.magnusson@gmail.com - Tel: + (354) 659 5060